OneDrive for Business er hluti af Microsoft 365 og er geymslusvæði í skýinu.
Með því að geyma gögn í OneDrive er hægt að nálgast gögnin frá mörgum tækjum. Einnig er einfalt að deila gögnum beint úr OneDrive skýinu og stýra aðgengi að viðhengjum sem eykur öryggi gagna.

Á námskeiðinu er farið yfir:
- OneDrive for Business vs SharePoint
- hvað á að geyma hvar?
- Skjöl samþætt á C-drifi
- Unnið með skjöl
- Tenging við Outlook
- OneDrive for Business í vafra
- Almennar stillingar
- Samþætting og sjálfvirkni með Power Automate
Í lok námskeiðs ættu þátttakendur að: - Hafa góða yfirsýn og skilning á hvar og hvernig skjöl eru geymd
- Hafa góðan skilning á tengingu við Outlook
- Geta unnið með skjöl í skýinu og deila skjölum á öruggan hátt
- Verið sjálfstæðir til að nýta sér alla helstu þætti OneDrive gagnageymslunnar
- Leyst allar daglegar þarfir við skjalavinnslu
- Fundið nýjar leiðir til að leysa núverandi og nýjar áskoranir

