Microsoft 365 er heildstæð lausn sem einfaldar reksturinn, hjálpar við að mæta GDPR kröfum, ásamt því að auka öryggi gagna.
Námskeið í boði:

Copilot í Microsoft 365 – snjöll vinnuaðstoð með gervigreind
Copilot í Microsoft 365 breytir því hvernig við vinnum. Með gervigreind til aðstoðar er hægt að skrifa hraðar, greina gögn á augabragði og búa til kynningar á nokkrum sekúndum.
Af hverju Copilot ?
- Sparar tíma
- Virkar í Word, Excel, PowerPoint, Outlook og Teams
- Nýtir gögnin á öruggan hátt innan M365

Teams auðveldar hópavinnu þar sem sameiginlegt hópasvæði heldur utan um gögn, verkefnaferli og verkefnastöðu, fundargerðir ofl.
Með notkun Teams fæst skýr fókus þar sem öll gögn og upplýsingar eru aðgengilegar öllu teyminu á einum stað.
Þannig minnkar tími sem oft fer í að leita að gögnum og upplýsingum tengdu verkefni.

OneDrive for Business er hluti af Microsoft 365 og er geymslusvæði í skýinu.
Með því að geyma gögn í OneDrive er hægt að nálgast gögnin frá mörgum tækjum.
Einnig er einfalt að deila gögnum beint úr OneDrive skýinu og stýra aðgengi að viðhengjum sem eykur öryggi gagna.

Planner er verkmiðatól sem er hluti af Microsoft 365 svítunni og tengist vel inn í Teams hugbúnaðinn.
Með Planner fæst góð yfirsýn yfir verkmiða (Task) og stöðu verkefnis auk þess sem öll gögn er aðgengileg öllum í teyminu.

OneNote er einskonar rafræn stílabók þar sem hægt er að setja inn teikningar, hljóð- og myndupptökur, texta ofl.
Það er mjög einfalt að deila efni úr OneNote auk þess sem hægt er að nálgast stílabókina úr hvaða tæki sem er þegar hún er geymd í Office 365 skýjalausn; Teams, OneDrive for Business eða SharePoint.

Microsoft SharePoint er skýjaþjónusta sem hjálpar stórum og smáum fyrirtækjum að deila og stjórna gögnum, halda utanum lista og gagnagrunna, ásamt því að byggja upp miðlæga þekkingu og halda utanum hópavinnu og verkefni.
SharePoint býður upp á ríkulegt samstarfsumhverfi þar sem fólk innan og utan fyrirtækisins getur unnið saman með öruggu aðgengi að gögnum.

Vaktaplan og utanumhald er skemmtileg viðbót í Teams og hjálpar til við að stofna, uppfæra og stjórna vöktum fyrir teymið þitt.
Skilaboð send

