Stafræn umbreyting með Microsoft
Decasoft í samstarfi við Opna Háskólann í Háskólanum í Reykjavík verður með námskeið í Microsoft Outlook, 28. apríl frá 9:00 – 11:00
Microsoft Outlook er eitt mest notaða tölvupóstforrit í veröldinni og að mörgum talið eitt öflugasta verkfæri sem einstaklingar og sérfræðingar geta nýtt sér í leik og starfi. Farið verður í hvernig hægt er að nýta sér helstu þætti Outlook. Alveg frá því að búa til og senda einfaldan tölvupóst yfir í að halda góðu skipulagi á vinnudeginum með dagbók, tengiliðalista o.fl.

