Hvað er BPMN ?

BPMN stendur fyrir Business Process Model and Notation og er opin staðall sem samþættir viðskiptahluta og tæknihluta fyrirtækja, td. greiningaraðila, starfsfólk sem starfar eftir ferlinu og stjórnendur.

BPMN hjálpar hagsmunaaðilum að öðlast betri skilning á ferlum og verklagi með einföldum, skilvirkum táknum. Myndræn framsetning skrefanna í ferlunum auðveldar notendum að skilja hvernig ferlið virkar. Allir tala sama “tungumál”, nota sömu hugtök, sem leiðir af sér meiri skilvirkni í rekstri og betri þjónustu.

Það er yfirleitt miklu auðveldara að skilja skýringamynd en langan texta.

Hér má sjá einfaldan feril þar sem viðskiptavinur sendir inn kröfu til tryggingafélags:

Leave a comment