Í upplýsingatækni heyrum gjarnan talað um ITIL og ITSM, en hvað er þetta og hver er munurinn?
Í stuttu máli:
- ITIL er ITSM en allt ITSM er ekki ITIL alveg eins og Cheddar er ostur, en það eru ekki allir ostar Cheddar
ITSM stendur fyrir Information Technology Service Management og inniheldur alla þætti við stjórnun og umsýslu upplýsingatækni fyrirtækja; áætlanagerð, hönnun, afhendingu, rekstur og umsjón.
ITSM er ekki hugbúnaðarlausn heldur ferlar, fólk og tækni. Hugbúnaðarlausn er einn hluti ITSM og innheldur yfirleitt gagnagrunn, business objects (groups, roles etc.), og ferlavél. Hugbúnaðarlausnir sem styðja ITSM eru venjulega þróaðar með ITIL ferla til hliðsjónar, samanber Jira Cloud, ServiceNow, ServiceDesk plus ofl.
ITIL (IT Infrasturcutre Library) er safn ferla af “bestu starfsvenjum” (best practises) í upplýsingatækni.
ITSM stendur fyrir IT Service Management. Þetta snýst um hvernig fyrirtæki hefur umsjón með upplýsingatækniþjónustu fyrir viðskiptavini og felur í sér áætlanagerð, hönnun, afhendingu, rekstur og eftirlit.
IT Systems Management og Network Management leggja áherslu á tæknimál meðan ITSM leggur áherslu á þjónustu til viðskiptavinarins.
Mikil áhersla er lögð á stöðugar umbætur sem fela í sér stöðugar mælingar og bætta ferla, upplýsingatækniþjónustu og upplýsingatækniinnviði, sem hámarkar skilvirkni og hagkvæmni.
